Fór úr bíó með alveg skrítna tilfinningu i maganum. Bíó er eins og blint stefnumót, en það er samt fáránlega sjaldan sem þú gengur úr bíó með kökkinn í hálsinum eins og ég eftir Babel.
Green street hooligans, 28 days later og Zoolander, svona myndir sem ég man eftir að hafa farið á og búist við svona eithverju slæmu veit ekki af hverju og svo bara verið geðveikar.
Brokeback Mountain. Sá hana eftir að hún fékk Óskarana, bjóst því að hún væri frekar slæm(sem og að samband hommakúreka er ekki mjög áhugavert). Kom helvíti á óvart.
Ég hafði ekki heyrt um hana áður þegar pabbi leigði hana og hann er ekki sá besti í að lýsa innihaldinu…hann sagði að þetta væri sjóræningjamynd frá Disney og ég hélt strax að hún væri crap. Svo reyndist ekki.
Erum við ekki að tala um myndir sem höfum nýlega farið í bíó á? Annars var það Meet the Robinssons, hélt að þetta væri einhver týpísk barnamynd en ég lét það á mig hafa að fara með litlu frænku minni á hana.
Uppáhalds myndin mín, A Clockwork Orange kom mér verulega á óvart. Svo sá ég Pan's Lybinrith um daginn og hún var rosaleg. Mean Creek var líka lúmsk á sínum tíma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..