Jújú, nú er komin ný mynd í bíó sem ber heitið Pathfinder en ég fór á hana í kvöld í Smárabíói.
Myndin fjallar um rán og rupl víkinga á slóðum indjána í Ameríku.. einhverja hluta vegna verður einn “víkings” drengur skilinn eftir og tekinn í fóstur hjá indjánum. 15 árum seinna snúa víkingarnir til baka og sagan endurtekur sig.. eða hvað? Hugrakki víkings/indjánadrengurinn stendur nú upp á móti þeim með gamla sverðinu sínu.
Á Íslandi ætti að flokka þessa mynd undir gamanmynd vegna þess að í hvert skipti sem stóru og illu víkingarnir opna munninn kemur út ein sú bjagaðasta og fyndnasta íslenska sem ég hef heyrt :D Myndin í sjálfu sér er algjört djók en ef það hefði ekki verið fyrir skemmtilegu víkingunum sem öskruðu setningar á borð við “ÞARNA ER HANN”, “DREPUM HANN” og “STATTU UPP TÍKIN ÞÍN” hefði ég labbað út í hléi =)
Hefur einhver séð þessa mynd? Hvernig fannst ykkur?
Salurinn var í kasti á tímabili.
Takk fyrir.