Hvað finnst ykkur um Batman Begins. Flestum finnst hún vera algert meistaraverk, liðið á imdb telur hana gallalausa. Mér finnst hún góð svosem en það eru atriði í henni sem bögga mig það mikið að ég get ekki notið hennar almennilega.

td

# Allt Ninja-training kjaftæðið, fannst það bara hallærislegt. Sérstaklega þegar Bruce átti að að sækja eitthvert blóm og koma með það upp í fjöllinn. Ég veit að ég hef séð þetta áður, get bara ekki munað hvaðan.

# Óspennandi illmenni, og þá voru jedi-ræðurnar hans sérlega klisjukenndar eitthvað.

# Rembingsleg röddin sem Bruce notaði sem Batman… svo talaði hann allt of mikið.

# Bardagaatriðin voru andstæðan við spennandi. Hef heyrt að þau hafi átt að sýna hvernig væri að berjast við Batman en ég hef heyrt aðra útskyringu á þá leið að búningurinn hafi verið alltof stífur og þungur til að framkvæma einhverjar flottar hreyfingar.

ENN AÐALLEGA!!!!

ÁÆTLUN ILLMENNISINS

Myndin er öll sett upp eins og hún gæti gerst í raunveruleikanum og það er alveg að virka þangað til áætlun illmennisins kemur í ljós en hún er alveg fáránleg, jafn asnaleg og ótrúverðug og planið hans Lex Luthors í Superman returns (Hvað varstu að spá Singer). Þetta gerir það að verkum að myndin er jarðbundin og trúverðug lengst af en breytist svo í venjulega ævintýra/hasarmynd í lokin. Þetta tvennt fer mjög ílla saman og ég ranghvolfti augunum í bíóinu síðasta hálftíman eða svo…

Svo fannst mér frekar böggandi að þegar Bruce vantaði eitthvað fór hann bara niður í kjallara og talaði við Morgan Freeman sem átti allt sem hann vantaði.

Framhaldið, The Dark night, verður örugglega miklu betra, Jókerinn er frábært íllmenni og leikara liðið er frábært. En flest sem skemmdi þessa mynd fyrir mér má rekja til illmennisins.

Typiskt korkafæði ég veit, en ég heyri aldrei neinn minnast á þetta þegar talað er um BB, er bara að spá hvort að ég sé einn í þessu.

Bætt við 27. apríl 2007 - 01:43
og svo var ofnotkuninn á orðinu “fear” farinn að vera frekar þreitandi. Smáatriði sem skiptir engu samt :