Ég var að kíkja á traileranna hérna á hugi.is og hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég sá phantom menace II trailerinn, en svo er hann ekkert uppi!
Jæja, þá þarf maður bara að fara venjulegu leiðina, þ.e.a.s. fara á síðuna þeirra og kíkja á hann, en neiiii, þú þarft að KAUPA quicktime Pro útgáfuna til að geta séð trailerinn og þá er ég orðinn fúll.
Ef að einhver getur leiðrétt mig um að ég þurfi að kaupa pro-ið, fínt, þá bara held ég kjafti og fer glaður eftir leiðbeiningum til að sjá trailerinn. Ef að einhver getur uploadað trailernum inná huga, eða bent á link þarsem maður getur séð hann, þá líka fínt og glaður og reifur mun ég horfa á hann.
Annars tel ég þetta bara vera rip-off. Ég myndi borga fyrir að horfa á myndina, ekki trailer. Quicktime er hvortsemer ekki nærri því eins gott format og mpeg4 codec-inn, þannig að þeir eru hvortsemer á niðurleið.
BTW, er trailerinn nokkuð kominn í bíósali?
K.