Nei, mér finnst bara of mikið af Hollywood blockbusterum flýta sér þarna inn, meir en þeir gerðu áður. Margar góðar og eiga heima á listanum en það sýnir sig oft með tímanum að þær byrja ofarlega og síðan hrapa og jafnvel hverfa vegna tímabundinna vinsælda. Batman Begins er dæmi um mynd sem mér finnst of hátt á þessum lista eða jafnvel ekki eiga heima þarna, ekki misskilja samt, ég fíla hana vel og batnar hún hvert skipti sem ég skoða hana. Hún er samt sem áður efni í Topp 250, kannski Topp 300, og þetta er eitthvað sem mér finns um fleirri. Spiderman, eitt og tvö, voru þarna og hurfu mér til ánægju, Prestige er þarna enn en lækkar hratt (eitthvað sem ég spáði sjálfur), og síðan eru myndir eins og Wallace and Gromit, Pirates of the Carribbean, Departed (fyrir ofan Raging Bull, The Last Temptation of Christ og Casino sem eru fyrir mér mun betri), V for Vendetta, Snatch, sem eru frekar svona Topp 500. Myndir eins og Pan´s Labyrinth og Children of Men eiga að vera hærra svo bara að nefna einhverjar. Þessi listi er einnig of vestrænn, ekki ein Wong Kar-Wai mynd á honum og hann einn virtasti núlifandi leiksjóra og myndir hans flestar unaður.
“They say that dreams are only real as long as they last. Couldn't you say the same thing about life?”