Ætla að gera tilraun til þess að sannfæra ykkur hin um að hlé í bíóum séu vitleysa. Lesið áfram ^^
Þegar myndin er stoppuð dettur öll stemning niður og maður plataður til þess að kaupa rándýrt nammi í þeim okurbúllum sem bíóhús landsins eru. Og hversu oft hefur maður lent í því að það er gert hlé á bíómynd og maður fer þá fram og missir svo af hluta myndarinnar? Þessi atvik geta verið mjög svo pirrandi.
Einu sinni var ég í bíó með Stebba og Danna, og þegar kom að hléinu þurfti ég að fara á salernið, og þeir fóru í röðina. Þegar ég kom til baka voru þeir með þeim fremstu í röðinni og ég bað Stebba um að kaupa gos fyrir mig, svo að ég þyrfti ekki að fara aftast í röðina. Hann neitaði. ‘Hvað í andskotanum’ hugsaði ég og fór svo aftast í röðina. Þegar þeir voru komnir með sitt og sestir inn í salinn byrjaði myndin og ég neyddist til að skríða þangað inn aftur án þess að hafa keypt neitt.
Að maður þurfi að horfa á fimm mínútur af auglýsingum í miðri mynd þegar að maður borgar næstum því þúsund krónur fyrir að horfa á myndina er ansnalegt, svo eyðileggur það myndina að klippa hana í sundur, þær eru ekki gerðar til þess að vera klipptar í sundur og oftast er furðulegt hvernig þær eru klipptar aftur í gang, og senan í heild sinni hefur fallið niður!
Sumir styðja hlé, og segja að þeir þurfi pásu í miðri mynd til að kasta af sér vatni, en það er sannað að það er vel hægt að spila heila mynd án þess, því að það eru ekki hlé í flestum öðrum löndum og þar er það ekkert vandamál! Ef einhver kynnti fyrir útlendingum hugmyndina um hlé myndu þeir skella upp úr. Því að það er fáránlegt að klippa bíómynd svona í sundur, bara til þess að selja meira nammi og græða meiri peninga! Ef að fólk vill hlé þá skal það bara gjöra svo vel og horfa á myndina á spólu heima hjá sér!
muuuu