Chasing Amy finnst mér einmitt með bestu myndunum hans… held það finnist ekki mynd þar sem Ben Affleck stendur sig betur sem leikari. Hann var frábær í henni.
Var að horfa á Seven Samurai (Shichinin no samurai) um helgina, mjög góð mynd og ótrúlega vel gerð fyrir sinn tíma. Ég er hræðilegur í stjörnugjöf en ég ætla að segja 4/5
4/5 ertu frá þér þessi mynd veður frá einu í annað, allir að byggja sig upp fyrir þessa rosalegu orustu í endann sem kemur aldrei. þessi mynd er hörmung og ég myndi gefa henni 1,5/5
já við erum að tala um sömu mynd.ég verð reyndar að viðurkenna að það er svoldið síðan að ég sá myndinna en alla myndina var verið að tala um þessa orustu sem átti eftir að verða milli the house of flying daggers og hermanna ríkisins. undir endann á myndinni eru meira að segja hermenn sem eru að laumast um í kringum bækistöðvar uppreisnamannana.
Sá 300 í bíó seinasta föstudag… það verður bara að viðurkennast, þessi mynd er meistaraverk. Ýkt eður ei, hverjum er ekki sama.(Vel á minnst, þá segist hann aldrei ætlað að hafa myndina sögulega rétta)
Ég fékk ekki alveg allt það sem ég vildi fá úr henni en restin af því sem ég vildi, fékk ég meira en nóg af.
Ég gef þeirri mynd 9/10 sem er auðvitað mjög hátt, hefði auðveldlega gefið henni 10 því hún einfaldlega uppfyllti sínu hlutverki og væntingum mjög vel. Persónulega var ég smá sár hehe þegar Grikkirnir dóu fyrr en ég hefði haldið =D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..