Ég hef heyrt mismunandi hluti um þessa mynd. Hún fær 8,4 á imdb og er á topp listanum þar en fær þó bara 7,1 frá topp 1000 gagnrýnendum þar. Svo fær hún 62% (minnir mig) hjá RottenTomatoes.
“Drengz”!!!!! OJBARASTA, OJJJJ. Mér hefur aldrei verið jafn misboðið. Allt það kynfæramutilation sem ég hef séð á netinu er svo ógeðslega vægt í samanburði við að hafa lesið þetta. Í guðanna bænum… “Drengz”… ojj…
EN ég hef heyrt að í alvöru voru vondukaglarnir betri kaglar en góðu kaglarnir. Eða með öðrum orðum þá voru Spartverjar fasista svín og Persar ágætir náungar.
Spartverjar voru bara kommúnistar sem beittu marga harðræði og voru í rauninni algjör svín.
Eeen ég ætla ekki að láta þá staðreynd skemma fyrir mér mynd sem verður ein sú svalasta sem hefur komið út, því að þetta er líka alveg ótrúleg hetjusaga og smá sönn ;)
Ég fór einmitt að spá í þessu, og það er sagt að Persarnir hafi verið fínir kallar, borið mikla virðingu fyrir öðrum þjóðum og svona, en einmitt þessu gaur (Xerxes eða eitthvað?) hafi verið algjör asni.
Það eru svo mikið af fávitum á RottenTomatoes sem segja eitthvað “ohh enginn söguþráður og engin óskarsverðlauna epic fílingur, bara bardagi” eitthvað solleiðis kjaftæði…
Ég held að 7.1 sé alveg nógu gott til að maður taki sér tíma til að sjá myndina, og þar að auki áttu ekki að láta annara manna álit hafa svona áhrif á þig, farðu bara á myndina ef þig langar að sjá hana og myndaðu þínar eigin skoðanir.
In such a world as this does one dare to think for himself?
Hún er kannski engin bylting í kvikmyndageiranum, en hún er stórskemmtileg. Mæli með að sjá hana í bíó ef einhver áhugi er fyrir henni, svakaleg bíómynd.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..