Veistu, ég veit það ekki. Ég fór á Apocalypse Now REDUX árið 2001 eða 2002 í Háskólabíó, með miklar væntingar enda mikið búinn að heyra um myndina og talað um meistaraverk.
Fljótlega breyttust þessar miklu væntingar í mikil vonbrigði. Ég sat þarna inni í bíóinu á fjórða tíma og horfði á eina mestu langloku sem ég hef nokkurn tímann horft á. Lopinn var teygður endalaust og ég skildi ekkert hvað var um að vera í myndinni. Mér fannst hún ekki fjalla um neitt. Búinn að bíða spenntur alla myndina eftir að berja meistara Marlon Brando augum og loksins þegar hann kom, þessar 10 mínútur sem hann var í mynd, gerði hann ekki annað en röfla og tauta og vera geðveikur.
Mín skoðun: Mestu kvikmyndavonbrigði lífs míns.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.