Þessar myndir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér :)
Það er búið að gefa það út að það verði gerðar amk 2 myndir í viðbót og að Tobin Bell muni leika í þeim báðum. Leikstjórinn sagði í tengslum við að myndirnar hafi einmitt verið gerðar með það í huga að það væri hægt að flakka fram og aftur í tíma.
Ég skil alveg þá sem segja að myndin sé ekki góð. Er meira að segja algjörlega sammála því að fyrsta myndin hefði verið alveg nóg. Málið er bara að sálfræðin á bak við myndina er svo óendanlega þess virði að maður pæli aðeins í því… það gerir þessar myndir góðar að mínu mati. Fyrir utan það að Tobin Bell er allt of kúl.
Annars eru Leigh Wannel og James Wan, þeir sem eru á bakvið myndirnar, búnir að gefa út eina mynd í viðbót… Hún heitir Dead Silence (
http://imdb.com/title/tt0455760/) og lítur mjög vel út. Held samt að hún komi ekki í bíó hérna, hún er allavega ekki á ársplani Sambíóanna.