Það er einfalt mál. Fyrir það fyrsta eru sætin álíka þunn og smjörpappír og mig er farið að verkja í rassinn áður en myndir byrjar.
Í annan stað, vantar algjörlega einhvern stað til að geyma vatnið mitt þannig að flaskan eða glasið endar yfirleitt í klofinu.
Í þriðja lagi, þá er hljóðkerfið alls ekki nógu gott miðað við það sem maður er vanur í Sambíóunum og Senu-bíóunum.
Í fjórða lagi, staðsetningin … segir allt sem segja þarf. Ég bý í 20 mín fjarlægð frá bíóinu akandi.
Í fimmta lagi … tja, það kemur varla bíóinu sem slíku við en klósettin eru viðbjóðsleg.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.