Ég veit ekki alveg hvort það var þess virði að vaka til 5 og pína sig í gegnum þessa athöfn til þess að sjá gamla kallinn loksins sigra en það var mjög skemmtilegt augnablik. Hann er vel af þessu kominn en keppinautar hans þetta árið voru frekar í lakari kantinum. Ég vona að hann haldi bara áfram að gera frábærar kvikmyndir og ég hlakka til að sjá meira af DiCaprio - Scorsese myndum.
Það kom voða lítið á óvart annars á hátíðinni fyrir utan að Pans Labryth vann ekki bestu erlendu myndina heldur einhver þýsk mynd sem ég man ekki hvað heitir.
Það er alveg ljóst að ég mun ekki meika að horfa á aðra óskars hátíð með Ellen Degeneres? sem kynni, hún var alveg hræðileg og athöfnin allt í allt frekar leiðinleg en eins og ég sagði áður þá var gaman að sjá gamla meistarann taka óskarinn heim.