Ég var að pæla hvort þessi afskaplega pirrandi hlé eru bara í bíóum hérna á Íslandi eða hvort þetta tíðkist annars staðar, hef allavegana heyrt að þetta sé einsdæmi á Íslandi.
Ég fór nefninlega til Bandaríkjanna um daginn og fór í bíó og meiri lúxus hef ég sjaldan upplifað. Að geta setið í gegnum heila bíómynd án truflunar.
Og vitiði hvort “Græna ljósið” eða hvað það nú kallast sé að fara að hafa fleiri hléslausar bíósýningar, því að þá ætla ég pottþétt á þær ;)