Voðalega finnst mér þau oft gríðarlega nísk á stjörnurnar þarna, þá sérstaklega hún Heiða vinkona okkar. Ef ég tek nokkrar nýlegar sem dæmi:

The Departed - 3 stjörnur af 5 mögulegum
Rocky Balboa - 3 stjörnur af 5 mögulegum
The Prestige - 2 stjörnur af 5 mögulegum
Stranger than Fiction - 3 stjörnur af 5 mögulegum
Dreamgirls - 3 stjörnur af 5 mögulegum
Little Children - 3 stjörnur af 5 mögulegum
Apocalypto - 3 stjörnur af 5 mögulegum

Ein af þessum myndum hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna sem Besta Myndin og hafa þær flestar fengið aðrar Golden Globe eða Óskarsverðlauna tilnefningar. Auk þess hafa flestar þessar myndir fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum almennt.

T.d. fengu allar þessar myndir 4 eða fleiri stjörnur á Topp5.is.

Eflaust eru einhverjir sammála þessum dómum, en ég hef aldrei skilið þessa nískupúka þegar kemur að stjörnugjöf.

Fólk virðist stundum gleyma að stjörnugjöfin 1-5 er ekki það sama og einkunin 1-10 deilt með 2.