Ég get ekki alveg sagt að ég sé sammála þér eða yfir að skilja þig.
>Voðalega finnst mér þau oft gríðarlega nísk á >stjörnurnar þarna, þá sérstaklega hún Heiða >vinkona okkar. Ef ég tek nokkrar nýlegar sem >dæmi:
>
>The Departed - 3 stjörnur af 5 mögulegum
>Rocky Balboa - 3 stjörnur af 5 mögulegum
>The Prestige - 2 stjörnur af 5 mögulegum
>Stranger than Fiction - 3 stjörnur af 5 mögulegum
>Dreamgirls - 3 stjörnur af 5 mögulegum
>Little Children - 3 stjörnur af 5 mögulegum
>Apocalypto - 3 stjörnur af 5 mögulegum
Nísk á stjörnur? Er þetta ekki bara hennar skoðun? Má hún ekki vera ósammála öllum öðrum? Og hver segir að 3 stjörnur sé slæm einkunn?
>Ein af þessum myndum hefur verið tilnefnd til >óskarsverðlauna sem Besta Myndin og hafa þær >flestar fengið aðrar Golden Globe eða >Óskarsverðlauna tilnefningar. Auk þess hafa >flestar þessar myndir fengið góðar viðtökur hjá >gagnrýnendum almennt.
Og hvað með það? Það eru ekki allir alltaf sammála.
>T.d. fengu allar þessar myndir 4 eða fleiri >stjörnur á Topp5.is.
Síðan hvenær tekur fólk mark á vefsíðu sem heitir Topp5.is? Miðað við nafnið hljómar þetta bara eins og einhver auglýsingasíða.
>Eflaust eru einhverjir sammála þessum dómum, en >ég hef aldrei skilið þessa nískupúka þegar kemur >að stjörnugjöf.
>
>Fólk virðist stundum gleyma að stjörnugjöfin 1-5 >er ekki það sama og einkunin 1-10 deilt með 2.
Hver segir það? Og af hverju þarf hún að fara eftir því? Þetta er ekki það sama og einkunnir í skóla. Ég persónulega tel að maður eigi að spara stjörnurnar. Maður getur ekki gefið öllum góðum myndum 5 stjörnur. Hvernig á maður að greina í sundur mynd sem er bara mjög góð frá mynd sem er ein besta mynd sem gerð hefur verið?
>Þetta er ósköp einfalt…
>
>1 stjarna: Virkilega slæm mynd.
>2 stjörnur: Slök mynd.
>3 stjörnur: Ágæt mynd.
>4 stjörnur: Góð mynd.
>5 stjörnur: Mjög góð mynd.
Ég, og Heiða greinilega líka, er(um) ekki sammála þér. Ég segir frekar:
1 stjarna: Drasl
2 stjörnur: lala mynd
3 stjörnur: Góð mynd
4 stjörnur: Frábær mynd
5 stjörnur: Algjört meistaraverk
Ég veit ekki með þig en algjör meistaraverk eru ekki á hverju strái. Kannski hef ég bara hærri standarta en þú. Ég nota reyndar hálfa stjörnu líka, kerfi moggans er ekki nógu nákvæmt. Svo er ég ekkert svo viss um að hún Heiða líti svona á þetta. Það eru alveg nokkrar myndir á ári sem fá 5 stjörnur hjá henni á meðan ég myndi í mesta lagi gefa einni mynd á ári þá einkunn(það myndi vera fokking gott kvikmyndaár ef fleiri en ein slík mynd kæmi).
Og af hverju ertu annars að væla út af þessu? Hvað skiptir það þig máli þótt einhver kona á mogganum sé ósammála þér og sé “nísk” á einkunnugjafir. Ég er sjálfur oft ósammála henni en þetta eru hennar skoðanir og hún rökstyður þær og stendur við þær. Þótt að allir aðrir elski einhverja mynd þarf ekki að þýða að þú þarft að elska hana líka. Hver hefur sinn smekk! Ég efa að hún sé að vera eitthvað nísk, henni finnst þessar myndir einfaldlega ekki það góðar og þær eru það fæstar. Ég myndi sjálfur gefa The Departed og The Prestige 4 af 5, Little Children 3.5 af 5, Apocalypto og Stranger Than Fiction 3 af 5 og svo hef ég ekki séð hinar tvær en efa að þær muni fá mjög háa einkunn hjá mér.
>Þetta fólk sem gagnrýnir á MBL er >menningarsinnar, ergo bandarískar bíómyndir fá >ekki upp á pallborð hjá þér. Flettu upp Volver >eða einhverju þannig, þá sérðu það bara :)
Auðvitað eru þetta menningarsinnar. Þetta eru kvikmyndagagnrýnendur, ekki sjóarar. Af hverju heldurðu að þau vinni við þetta? Ef þú ert ósammála gagnrýnendum á mogganum hættu þá að lesa dóma þeirra og farðu á topp5.is eða eitthvað.
Ég get varla orða bundist yfir ótrúlegum yfirgangi og dónaskap jizmopper. Þú reynir að vera geðveikt gagnrýninn á TheGreatOne, og skýtur sjálfan þig í löppinni með heimskulegum setningum eins og;
“Kannski hef ég bara hærri standarta en þú.”
Bíddu, hvað ert þú að segja að þú hafir meira vit á gæðastandard kvikmynda en hann? Ég hef alltaf haldið að maður ætti að sýna áliti aðra virðingu, staðinn fyrir að vera með dónaskap, og þykjast vita betur.
“Og af hverju ertu annars að væla út af þessu? Hvað skiptir það þig máli þótt einhver kona á mogganum sé ósammála þér og sé ”nísk“ á einkunnugjafir.”
Meina, er ekki hægt að segja það nákvæmlega sama við þig? Má hann ekki hafa sitt álit og þú segir þitt, ÁN þess að þykjast vita betur?
Þú segir að það sé ekki hægt að taka mark á vefsíðu sem heitir Topp5.is útaf nafninu þeirra - Þetta er nú fyrsta skiptið sem ég skoða þessa síðu og ég sé ekki betur en þetta sé ágætis síða hjá þessum piltum, og þeir minnstakosti skrifa undir raunverulegu nafni en þú jizmopper. Hættu þessum töffaraskap, skítkasti og mikilmennskubrjálæði. Ef The Great One vill tuða útaf hlutum sem skipta ekki máli, láttu bara eins og þú heyrir/lesir það ekki.
0
>Ég get varla orða bundist yfir ótrúlegum yfirgangi >og dónaskap jizmopper. Þú reynir að vera geðveikt >gagnrýninn á TheGreatOne, og skýtur sjálfan þig í >löppinni með heimskulegum setningum eins og;
>
>“Kannski hef ég bara hærri standarta en þú.”
Ég átti nú bara við að kannski gerði ég meiri kröfur til mynda en hann, hvað er að því? Og hvað annað sem ég sagði var heimskulegt?
>Bíddu, hvað ert þú að segja að þú hafir meira vit >á gæðastandard kvikmynda en hann? Ég hef alltaf >haldið að maður ætti að sýna áliti aðra virðingu, >staðinn fyrir að vera með dónaskap, og þykjast >vita betur.
Sagði ég eitthvað sem benti til þess að ég hefði meira vit? Ég sagði bara að kannski hefði ég hærri standarda og þá átti ég við að ég gerði meiri kröfur en ekkert um að ég hefði meira vit á gæðastandördum. Ég var bara að meina að mér finnist fáar snilldarmyndir koma út á ári en það þarf ekkert að þýða að ég telji smekk minn vera “betri” en hann. Bara öðruvísi.
>“Og af hverju ertu annars að væla út af þessu? >Hvað skiptir það þig máli þótt einhver kona á >mogganum sé ósammála þér og sé ”nísk“ á >einkunnugjafir.”
>
>Meina, er ekki hægt að segja það nákvæmlega sama >við þig? Má hann ekki hafa sitt álit og þú segir >þitt, ÁN þess að þykjast vita betur?
Ég er ekkert að þykjast vita betur. Mér finnst bara fáránlegt að starta heilum korki sem gengur út á að finnast einhver gagnrýnandi ekki kunna að gefa stjörnur og kalla þá nískupúka í þokkabót. Hvað hefur níska með skoðun að gera?
>og þeir minnstakosti skrifa undir raunverulegu >nafni en þú jizmopper.
Eh…það skrifar enginn undir raunverulega nafni á huga. Svo reyndar skal ég alveg éta orð mín með þessu síðu. Topp5.is er alveg glatað nafn en þessi er ekki svo slæm, skárri en margar aðrar svona síður. En það sem mér fannast asnalegt var að TheGreatOne var að bera þá saman við moggann og virtist halda því fram að Heiða á mogganum ætti að vera eins og allir aðrir og finnast mynd góð sem öllum öðrum finnst góð en ekki fara eftir eigin áliti og eigin sannfæringu.
Annars hljómaði þetta svar kannski svolítið hrokafullt og asnalegt hjá mér. Ég var bara svolítið að leika mér að þessu. Málið er að í hvert skipti sem ég fer á huga sé ég fullt af korkum og greinum sem einkennast af fáfræði og hálfvitaskap og yfirleitt læt ég þetta sem vind um eyru þjóta enda á það svo sem ekki að koma mér við þótt einhver gaur á huga sé hálfviti og mig langaði bara svona einu sinni að fokkast aðeins í liðinu hérna. Kannski er ég bara hrokafullur asni en mér finnst þú samt vera að bregðast fullt hart við, þetta var nú ekki svona slæmt hjá mér. Ég sagði aldrei að ég hefði betri skoðanir eða meira vit (það virkar kannski þannig og kannski finnst mér það innst inni en það var samt ekki ætlunin). Það að hafa háa standarda er ekki það sama og að þykjast hafa betri skoðanir, ég bara geri miklar kröfur og vil aðeins hið besta. Ég sagði líka KANNSKI því ég veit ekki hvernig standarda TheGreatOne hefur.
0