Af 6 leikurum sem hafa leikið Bond, hafa tveir þeirra aðeins leikið í einni mynd, þ.e.a.s. George Lazenby og Daniel Craig (enn sem komið er). Að mínu mati hafa hvorugir sannað sig sem Bond, þó þeir hafi báðið staðið fyrir sínu. Mér fannst George Lazenby alveg frábær í On Her Majesty's Secret Service en hann fékk samt ekki að halda áfram sem Bond.
Timothy Dalton lék í aðeins tveimur Bond myndum og fékk ekki fleiri tækifæri, sem eru mér ókunn. Mér fannst hann ekkert sérstakur en það eru margir mér sammála og ósammála.
Það er því miður ekkert hægt að segja hverjir hafa verið áberandi bestir í þessu sambandi.
Sean Connery lagði línurnar fyrir Bond og er þess vegna, af flestum, talinn besti Bond-inn. Roger Moore hefur leikið í flestum Bond myndum, bæði slæmum og góðum. Mér fannst Roger Moore alltaf þéttur og Pierce Brosnan stóð sig vel þótt myndirnar sjálfar voru hundleiðinlegar.
George Lazenby og Daniel Craig eru yfirleitt ekki taldir með því þeir hafa aðeins leikið í einni mynd. En að sjálfsögðu hefði allt í lagi hjá könnunarhöfundi að hafa þá tvo einnig með, til að fá hárrétta niðurstöðu.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.