Skemmst er að minnast þess þegar Sálin hans Jóns míns gaf á haustdögum út DVD disk sem innihélt upptökur af hinum geysivinsælu órafmögnuðu tónleikum sem haldnir voru (í boði Símans ef ég man rétt) 12. ágúst 1999. Nú er á leið í verslanir annar íslenskur DVD diskur með ekki síðra efni. Hin frábæra sýning “Ég var einu sinni nörd” kemur nefnilega í verslanir 7. nóvember.
Eins og flestir vita er “Ég var einu sinni nörd” uppistand Jóns Gnarr en þar rifjar hann upp æskuárin sín á bráðfyndinn og skemmtilegan hátt! DVD útgfafan er bæði lengri, þar er að finna viðtal við Jón úr menningarþættinum Kristal og viðtal við fólkið á bakvið tjöldin!