Basic Instinct tilnefnd til sjö Razzies verðlauna

Búið er að tilkynna hvaða myndir séu tilnefndar til háðungarverðlaunanna Golden Rasberry, sem alla jafna eru kölluð Razzies, en þau eru veitt fyrir verstu kvikmyndir ársins. Framhaldsmyndin Basic Instinct 2, með Sharon Stone í aðalhlutverki, og gamanmyndin Little Man fengu flestar tilnefningar eða sjö. Myndin hefur m.a. verið tilnefnd sem versta kvikmyndin, Stone sem versta leikkonan og David Thewlis var valin versti aukaleikarinn.

Razzies-hátíðin fer fram þann 24. febrúar nk. eða degi fyrir Óskarsverðlaunin.

John Wilson, sem á heiðurinn að háðungarverðlaununum, segir að kvikmynd Stones sé „lostafull morðráðgáta sem umbreyttist í grínmynd,“ en kvikmyndin Little Man, sem er eftir Wayans bræðurna, sé „gamanmynd sem sé jafn sneisalítil af hlátri og Listi Schindlers“.

Lady in the Water, The Wicker Man og BloodRayne eru einnig á meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru sem versta kvikmyndin.

Þá hefur leikarinn Tim Allen verið tilnefndur sem versti leikarinn fyrir þrjár kvikmyndir. En þær eru The Santa Clause 3: The Escape Clause, The Shaggy Dog og Zoom. Geri aðrir betur eða verr eftir því sem við á.

Allen etur kappi við Nicolas Cage fyrir leik sinn í The Wicker Man, Larry Dan Whitney fyrir Larry the Cable Guy: Health Inspector, Rob Schneider fyrir leik sinn í The Benchwarmers auk þess sem Wayans-bræðurnir eru tilnefndir fyrir leik í myndinni Little Man.

Stone keppir hinsvegar við systurnar Hilary og Haylie Duff fyrir leik þeirra í Material Girls, Lindsay Lohan fyrir Just My Luck, Kristanna Loken fyrir BloodRayne og Jessicu Simpson fyrir Employee of the Month.

hvað finnst ykkur um þetta? ég er fullkomlega sáttur með þetta :D:Æ