Það var svo að við vinirnir fimm, ákváðum að skella okkur í bíó. Við ákváðum að fara á Apocalypto, myndina þarna nýju sem Mel Gibson leikstýrir.
Það gekk allt vel í fyrstu, fengu far í Smáralindina og allt virtist ókei, þangað til við fórum í miðasöluna, vinur minn rétti fram kortið, og konan sem seldi miðana sagði ,,Þvi miður, þið þurfið að vera sextán ára til að kaupa miða á þessa mynd“. Þar sem þetta var eina myndin sem var sýnd kl. 5 þá ákváðum við að bíða bara, finna kannski eitthvern róna og láta hann kaupa fimm miða fyrir okkur (annars hefðum við bara keypt miða á aðra mynd og labbað inná Apocalypto) en við fundum því miður engann róna. Við ákváðum að kaupa bara miða á Eragon, sem sýnd var kl. 6, og labba svo bara inná Apocalypto um leið og við komum upp, við keyptum miðann, fórum upp og keyptum popp og kók, löbbuðum svo inná Apocalypto eins og ekkert væri, einn vinur okkar ákvað að vera aðeins eftir á (ég hef ekki hugmynd um afhverju) og var stoppaður af svona gaur sem vinnur þarna, sem sagði bara ,, má ég sjá miðann þinn”. Hann sýndi miðann sinn og þurfti svo að koma og ná í okkur, við ætluðum bara að sitja þarna eins og ekkert hefði í skorist en allt kom fyrir ekki og aðeins einn okkar slapp, en hann hljóp alveg neðst og ætlaði bara að horfa á myndina. Við vorum reknir út úr salnum og áttum bara að bíða þarna uppi þangað til að Eragon myndi byrja. Við ákvaðum að segja náunganum sem vann þarna frá því að gaurinn væri þarna inni, svo að við “sqeel-uðum”, og sögðum að hann væri þarna inni. Svo fórum við og fengum miðann endurgreiddann, eftir að hafa talað lengi og vel við konuna í miðasölunni, og fengum því ekki að sjá Apocalypto :/

Við keyptum bara ís og fórum á subway :)