(Spoiler)
Spider-Man
Í Spider-Man 1 kynnist Peter manni í gegn um besta vin sinn. Peter lítur mjög upp til mannsins og maðurinn er dálítið “heillaður” af Peter. En maðurinn verður geðveikur þegar hann ætara að prófa tilraunina sína. Þannig verður maðurinn vondi kallinn í myndinni. Peter fer í gegnum erfiða tilfinningarkrísu um hvort hann á að hjálpa fólki með ofurkröftum.
Allan þennan tíma er hann auk þess að hugsa hvernig hann getur nælt sér í draumastúlkuna sína Mary Jane. Í myndinni hræðir vondi kallinn frænku Peters, May(er það ekki? langt síðan ég hef séð hana.) Myndir endar á því að vondi kallinn rænir Mary Jane og Spider-Man verður að berjast við hann og bjarga MAry Jane. Með smá hjálp frá borgurnum NY þá bjargar hann Mary Jane og drepur vondakallinn. Á endanum kemur Mary Jane til hans og segist elska hann(mynnir mig).
Spider-Man 2
Í Spider-Man 2 kynnist Peter manni í gegn um besta vin sinn. Peter lítur mjög upp til mannsins og maðurinn er dálítið “heillaður” af Peter. En maðurinn verður geðveikur þegar hann ætara að prófa tilraunina sína. Þannig verður maðurinn vondi kallinn í myndinni. Peter fer í gegnum erfiða tilfinningarkrísu um hvort hann á að hjálpa fólki með ofurkröftum eða gerast venjulegur borgari.
Allan þennan tíma er hann auk þess að hugsa hvernig hann getur nælt sér í draumastúlkuna sína Mary Jane. Í myndinni fer vondi kallinn í slag við Peter og frænka hans May festist í miðjum slagnum. Auk þess í öðrum slag við vonda kallinn þá (eða þeim sama) þá fær Peter smá hjálp frá borgurum NY sem bera hann inní lest og hlúa að sárum hans, og allir lofa því að segja engum að Spider-Man er sami gaur og lék í Seabiscuit. Myndir endar á því að vondi kallinn rænir Mary Jane og Spider-Man verður að berjast við hann og bjarga MAry Jane. Á endanum bjargar hann Mary Jane og drepur vonda kallinn. Á endanum kemur Mary Jane til hans og segist elska hann
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er að einfalda söguþráðin mjög mikið enda er þetta sagt meira í djóki en í alvöru. En samt þegar ég horði á Spider-Man 2 fannst mér ég alltaf vera horfa á sömu atriðin og í eitt.
“Why can't we just get along”