Flokkurinn er “FOREIGN LANGUAGE FILM”, en ekki “FOREIGN FILM”. Einu skilyrðin eru að a.m.k. 75% myndarinnar séu á tungumáli öðru en Ensku. Hjá Óskarnum þurfa myndirnar hins vegar að vera opinbert framlag þjóðarinnar. Þ.a.l. getur aðeins ein mynd frá hverju landi fengið tilnefningu hjá Óskarnum, en hjá Golden Globe er í raun ekkert því til fyrirstöðu að allar 5 tilnefndar séu frá sama landinu ef þær 5 fá flest atkvæði meðlima Hollywood Foreign Press Association.
Ég sé persónulega ekkert að því að sami einstaklingur fái fleiri en eina tilnefningu í sama flokknum. Það hefur gerst á Óskarnum að sami leikstjórinn hafi fengið tilnefningar fyrir fleiri en eina mynd. Síðast fyrir nokkrum árum þegar Steven Soderbergh fékk tilnefningar fyrir Erin Brockovich og Traffic (sem hann svo vann fyrir). Það hefur m.a.s. einu sinni gerst að sami maðurinn fékk þrjár tilnefningar, en það árið voru að vísu 10 tilnefningar í allt ef ég man rétt.
Hins vegar eru reglurnar aðeins aðrar á Óskarnum varðandi leikara, þar er það í reglunum að hver leikari getur aðeins fengið eina tilnefningu í hverjum flokki. Það er líklega ástæðan fyrir því að DiCaprio fær líklega tilnefningu fyrir The Departed sem aukaleikari, þó hann sé þar í aðalhlutverki og sem aðalleikari fyrir Blood Diamond.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.