-Vil taka það fram að þetta er mín skoðun-
Ég þoli ekki hvað ameríkanar þurfa alltaf að gera viðbótarmyndir. Þeir skemma fyrir myndum sem eru ágætar með því að gera ömurleg framhöld, og sumir bara kunna alls ekki að stoppa t.d. American Pie myndirnar. Nú er búið að gera American Pie 5 ! Hvað eru menn að hugsa ? Mér fannst fyrstu tvær myndirnar fínar, þriðja svona allt í lagi en fjórða og fimmta er bara algjört rugl. Indiana Jones myndirnar, nú eftir 18 ár er að koma Indiana Jones 4; the Ravages of time. Haldið þið að hún verði jafngóð og hinar ? Star Wars myndirnar, þessar gömlu eru betri en nýju. Svo er talað um Titanic 2 ! :/ Það eru til mörg fleiri dæmi, er að gleyma helling. Hvernig finnst ykkur þessar framhaldsmyndir ?