Ég gaf pabba mínum þessa mynd í Jólagjöf. Hann elskar verk Kubricks. Ég horfði á hana í gær. Mig langar bara að velta henni aðeins fyrir mér…
***getur innihaldið ***SPOILER***, ef þú hefur ekki séð hana,drífðu þig!***
Svona stærstu spurningarar eru:
*Var svarti ferhyrningurinn einhverskonar hlutur sem gefur neista í þróun mannsins? Þar sem aparnir föttuðu að drepa dýr til að borða… svo drepa sýna eigin tegund. Svo er annar á tunglinu sem á kannski að gefa okkur meiri vitund?(kannski því að við fórum til tunglsins). Dr. Dave Bowman sér svo annan á júpíter, hvort sem hann fór eða ekki og bendir á hann og endurfæðist, kannski því að við komumst til júpíter gat hann það. Ég hef heyrt kenningar að hver ferhyrningur sendi skilaboð til einhverja geimvera um að við höfum fundið ferhyrningana, ætli að þau hafi gefið okkur kunnáttuna og séu að fylgjast með þróun mannkyns eða e-ð?
*Í endanum á myndinni þá er Dr. Dave Bowman að fara lenda á Júpíter ekki satt? og þá sér hann fullt af geim dóti og landslagi. Svo endar hann í einhverju herbergi og sér sig eldast, þangað til hann endurfæðist og svo er sýnt hvernig hann er við hlið Jarðarinnar, gæti það bara þýtt að hann sé endurfæddur þar? Var hann bara að dreyma, eða lenti hann í Júpíter eða hvað??
*Hafðiði séð 2010: The Year We Make
Contact(framhald 2001, skáldsaga eftir sama höfund, annar leikstjóri) og er hún góð, ætla eflaust að horfa á hana bráðum. Svo ennþá til 2 frammhöld sem ekki hafa fengið bíómynd, 2060 og 3001. Gætuð þið ímyndað ykku rað það bæri búið til framhald í dag?
Afsakðið ef þetta er of djúpt og ef ég er að pæla of mikið í þessu :)