Fyrr í kvöld tók ég upp hanskann á útsíðu þessarar vefsíðu (rétti upp hönd þau ykkar sem vita ekki hvað ég er að tala um - (side-page of the web-page)) og það sem mér fannst merkilegast var hvað fólk er ómeðvitað um “þýðingar” í sínu dags daglega umhverfi.

Ég er “pínku” “grömpí” af því ég taldi mig skila þokkalega góðu dagsverki í jólaþýðingum kvikmyndahúsanna… og hef ekki heyrt eitt einasta “fucking” jákvætt orð um það… en ef ég hefði misþyrmt móðurmálinu og klúðrað þýðingunni… þá hefði ég fundið þónokkra neikvæða spjallþræði.

Þau ykkar sem láta þýðingar “bögga” (eða “pirra”) sig… komið líka með jákvæðar athugasemdir.
—————————–