Indiana Jones 4
Nú fer bráðum að hitna í kolunum. George Lucas (Star Wars) sagði nýlega að á þessu ári myndi loks hefjast tökur á fjórðu Indiana Jones myndinni. Indiana Jones myndirnar gömlu fjalla um fornleyfafræðing sem oft lendir í ýmsum hættum til dæmis Þjóðverjum, indíánum og snákum. Einnig kemur ást við sögu en líka pabbi hans sem er mjög fyndinn leikinn af Sean Connery (James Bond).
Margir segja þó að Danielle Craig (Casino Royale) sé kannski sá besti en ég er ekki viss fannst til dæmis mjög flott þegar Sean Connery kastar lampa í bað og segir shocking og labbar svo í burt. Danielle virðist þó sterkari. Sean Connery mun jafnvel gera endukomu sem pabbi indiana í þessari nýju sannkallaðri stórmynd
Saga:
Þeir hafa verið mjög lengi að reyna að gera þessa mynd en bæði Steven (Spielberg) og Lucas eru mjög vandvirkir og vilja að þetta takist vel til enda margir aðdáendur sem bíða spenntir eftir þessari stórmynd. Mikil leynd hvílir um hvað muni gerast en nú er best að bíða og sjá til. Steven mun varla valda vonbrigðum.
Hvað finnst ykkur um Indiana Jones?
Ég hef gaman af öllum myndunum um hann en þá sérstaklega númer 3 þó svo 2 sé mjög dularfull. Í 3 (ekki lesa lengra ef þú vilt ekki skemma) fannst mér mjög flott að sá bikar sem átti að vela var ekki endilega sá skrautlegasti og hvað kom fyrir þann sem valdi vitlausan! En hvað mun gerast í 4? munu verða enn stærri hættur og kannski mikið að sjá eins og í Star Wars? Eitt er víst að gaman verður að sjá Harrison Ford aftur sem eina mestu hetju sem ég þekki INDIANA JONES.
Hvernig haldið þið að sagan verði? Verður hún hasar eins og 1 og 3 eða kannski meiri hlryllings eins og 2? Nú er bara að bíða og sjá þessa stórmynd!!!!