Ekki misskilja, ég styð íslenska kvikmyndagerð og vill trúa að þetta gæti vel verið mjög sniðug mynd ef hún er gerð rétt.
En ég verð að segja; mér fannst þetta alveg yfirþyrmandi kjánalegur trailer.
Atriðið hefði getað passað inn í fóstbræðra þátt en þetta er víst fantasíu mynd. Því fengum við að sjá fólk ríðandi hestum úti á götu. Ok, hestar.. Þetta hefði ekki verið jafn slappt fyrir mér ef þetta væri einhver sjónvarpsmynd gerð fyrir RUV, eða þáttaséría. En ég las einhverntíman um þetta verkefni í blaðinu og fékk þar að vita að það ætti að eyða stórfé í þessa mynd.
Þessi trailer gefur það ekki til kynna, á þetta að vera íslensk stórmynd?
Enski textinn bendir til þess að þetta eigi kannski eftir að sýna á erlendum kvikmyndahátíðum.. ólíklegt, eða hvað?
Það verður áhugavert að sjá hvernig ‘tæknibrellurnar’, sem talað var um í blaðinu, eiga eftir að koma út.
Og ég meina, ‘kommon!’. Hvað er málið við að spila lag úr World of Warcraft (mjög vinsæll tölvuleikur) undir, ég fékk algeran aulahroll við að heyra það þarna. Örugglega bara útaf því að ég veit hvaðan það kemur, en það gera eflaust fleiri ;)
Hef talið þetta fremur dauðadæmda hugmynd síðan ég las fyrst um þetta verkefni, en eins og ég sagði, vona að þeir geri eitthvað gott úr þessu. Þetta grín atriði með Sveppa vor svosem fínt, en hvernig á það eftir að lýta út; að sjá kastljós kvenmanninn unga berjast við galdraverur, ala' Lord of the Rings?..
Veit ekki, kannski verður þessi mynd einmitt næsta LOTR æði. Þá má hver einasti maður kalla mig svartsýnan hálfvita :)
En já, einhversstaðar verðum við að byrja.
Stranger things have happened