tekið úr mbl.is

George Lucas segir að tökur muni hefjast á fjórðu Indiana Jones myndinni á næsta ári. Hann sagði að þeir Steven Spielberg hefðu nýlega lokið við handritið og lofaði að þetta yrði besta myndin um fornleifafræðinginn knáa til þessa.

Harrison Ford mun leika aðalhlutverkið sem fyrr og er myndin væntanleg í kvikmyndahús í maí árið 2008.

Fyrsta myndin kom út 1981 (Raiders of the lost Ark) og síðan komu tvær í viðbót á árunum 1984 (Indiana Jones and the Temple of Doom ) og 1989 (Indiana Jones and the Last Crusade).

Fréttavefur BBC skýrir frá því að í mörg ár hafi orðrómur um gerð fjórðu myndarinnar verið á kreiki en þar sem aðstandendur myndarinnar eru allir komnir af léttasta skeiði hafa þeir sagt að þeir myndu ekki taka þátt nema að handritið væri nægilega gott.

Harrison Ford tilkynnti í október að hann væri í góðu formi og gæti vel hugsað sér að leika Indiana Jones á ný og lofaði hinn 64 ára gamli leikari að hann myndi setja sama kraft í fjórðu myndina eins og í hinar þrjár. Hugsanlegt er að Sean Connery snúi aftur í hlutverki föður Jones en það hefur ekki verið staðfest.

:D