Jæja góðir hálsar, ég fór á föstudagskvöldið að sjá mynd sem kallast The Filth and The Fury. Þeir félagar í dingdong voru svo indælir að tilkynna það í útvarpið um leið og ég kveikti á því að ef ég færi niður í Fínann Miðil þá fengi ég boðsmiða fyrir tvo. Auðvitað varð ég svolítið spenntur og langaði mig alveg ofboðslega að fá frítt í bíó fyrir tvo, who wouldn't !!! Það sem mér fannst svo skemmtilegt var að ég vissi ekkert hvernig mynd þetta var, hafði aldrei heyrt neitt minnst á hana. Ok, við tveir vinirnir fórum svo á þessa “óvissusýningu” okkar og vonuðumst til að fara að sjá eitthvað gott material því að dingdong hafa nokkrum sinnum áður boðið hlustendum í bíó og ég hef alltaf verið ánægður með þær sýningar.
Það leið að miðnætti og við stigum inn í kvikmyndahúsið á slaginu 00:00, fengum okkar miða og trítluðum inn í salinn. Salur 2 í háskólabíói. Myndin byrjaði… Þetta byrjaði á því að það var verið að kynna hljómsveitina Sex Pistols, í einhverskonar heimildamyndarformi. Það var leiðinlegur kafli. Mjög leiðinlegur. Svo hélt myndin áfram, ennþá eins og heimildarmynd…. um Sex Pistols. Þá fór mér að leiðast allsvakalega en vonaði nottla að þetta myndi skána og einhver krassandi góð kvikmynd myndi byrja. En viti menn. Það gerðist ekki. Þetta var bara ein stór löng heimildarmynd um hljómsveitina Sex Pistols. Klukkutími og 40 mín af lífi mínu sóað í einhverja svona vitleysu. Ég mun aldrei fá þennan dýrmæta tíma til baka.

Ég vildi bara vara ykkur við að ef þið hafið ekki gaman að heimildarmyndum eða hljómsveitinni Sex Pistols, þá ekki fara á þessa mynd.

Reyni