Amazon hvað? Það má vera að þeir hafi ágæt verð og góða þjónustu en hafa ber í huga að sendingargjald hjá þeim er $7 sem er í hærri kantinum á netinu. Prófið DVDPricesearch.com. Þar er hægt að leita að ákveðnum titli og fá lista yfir ódýrustu söluaðilana með sendingarkostnaði til Íslands. Einnig má finna umfjöllun þeirra sem prófað hafa um alla söluaðilana sem þar er að finna svo hægt sé að varast þá slæmu.

Svo má einnig benda á þá staðreynd fyrir þá sem eru að leita að yfirburðar myndgæðum að region 1 diskar eru í NTSC (ameríska vídeóstaðlinum) sem er einfaldlega mun verri en PAL (sá evrópski). Ekki allir sjá muninn, en ég er viss um að einhverjir hafa velt fyrir sér af hverju það er ákveðin græn eða bleik slykja yfir öllum region 1 DVD diskum. Auk þess þarf að hafa sjónvarp sem getur sýnt NTSC ef ekki er breytir í DVD spilaranum. Það sem má svo alltaf hafa gegn Region 2 diskunum er skortur á aukadóti (Special Features) annars mæli ég tvímælalaust með að panta eða kaupa diska hér heima eða í Evrópu ef þeir hafa sæmilegt magn af aukadóti.