Þið sem eruð að gagnrýna bækurnar eruð nú meiri pappakassarnir.
Og tala nú ekki um þið sem eruð að gagnrýna þýðinguna eruð enn meiri pappakassar.
Nokkur atriði:
1. Bókina byrjaði Paolini að skrifa þegar hann var 14/15 ára. Bókin kom ekki út þegar hann var þetta gamall heldur var bókin “unnin” ofan í hörgul með færustu ritstjórum.
2. Báðar bækurnar (Eragon og Eldest) hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim, hér á landi sem erlendis, hjá fagfólki jafnt sem lesendum enda þær slegið í gegn. Ef þið eruð í einhverjum vafa um það getiði t.d. litið hingað:
http://www.jpv.is/index.php?page=9&post=1606 þar sem má sjá öööörlítið brot úr dómum víðs vegar að.
3. Þýðandi bókanna, Guðni Kolbeinsson, er einn fremsti þýðandi hér á landi. Hann hlaut m.a. verðlaun fyrir þýðingu sína á Abarat. Hann hefur líka hlotið mikið lof fyrir þýðingu sína á Eragon.
Það er eins og einhver sagði, það virðist vera í tísku hjá ákveðnum hóp besservissera að dissa Eragon núna. Kannski er það öfund? Kannski er það pirringur vegna þess að allt í einu er komið eitthvað ákaflega vinsælt s.s. Harry Potter o.s.frv. sem pirrar einhverja …
En plís, ekki vera svona stúpid …
Ben