Þú ættir að skoða myndina All Quiet on the Western Front frá árinu 1930. Myndin vakti mikla athygli og er enn þann dag í dag talin vera ein besta stríðsmynd sem fjallar um fyrri heimsstyrjöldina.
Þess má geta að þegar myndin var sýnd í Þýskalandi þá voru meðlimir vaxandi stjórnmálaflokks þar í landi, sem sköpuðu alls konar ólæti í kvikmyndahúsum sem sýndu myndina, öskruðu í miðri mynd og hentu jafnvel reyksprengjum inn í kvikmyndasalina. Hinn sami stjórnmálaflokkur bannaði myndina þegar hann komst til valda árið 1933.
Ég mæli alveg sterklega með henni, enda afbragðsmynd og bardagaatriðin eru virkilega flott, jafnvel miðað við nýjustu myndir.