Jæja, nú fer að líða að því að maður komist í jólastuðið og vill ég fá að vita hverjar eru ykkar uppáhalds jólamyndir. Die Hard er náttúrulega á toppnum hjá mér og Christmas Vacation fylgir þar fast á eftir.
Ég á mér enga jólamynd, jólin hjá mér líða alltaf áfram án þess að ég taki eftir þeim.
Ástæða: Ég er að vinna allan sólarhringinn síðustu vikuna fyrir jól, yfirleitt rotast um kl. 21 á aðfangadag og sef allan jóladag. Síðan hef ég ekki tíma til að horfa á neina kvikmynd um jólin því maður er alltaf í einhverjum jólaboðum.
Það er fjölskyldufyrirtækið, ég hef ekki mikið val svo sem. Ef ég vil lifa, ef pabbi vill lifa og mamma, þá verður maður bara að vinna. Það er líka gaman að vinna síðustu dagana fyrir jól - þessi stemning og þessi kaupgeðveiki er alveg mögnuð.
Nei nei nei nei, sem betur fer ekki. Róbert er fyrsta nafnið svo Freyr og ég vil alls ekki upplýsa eftirnafnið, sem vill svo til að er ættarnafn. Frekar þekkt meira að segja innan ákveðinnar stéttar hér á landi.
• Christmas Vacation • Home Alone 1 og 2 • Christmas Story • Nightmare Before Christmas • Muppets Chrismas Carol • The Grinch • How the Grinch Stole Christmas • Miracle of 34th Street • Blackadders Christmas Carol • A Charlie Brown Christmas • Die Hard • Die Hard 2 : Die Harder • Gremlins • Mickey´s Chrismas Carol • Scrooged • The Polar Express • The Snowman • It´s a Wonderful Life • Jingle all the Way
engin sérstök röð, bara margar góðar og sumar frábærar. Mæli með Snowman og Chrismas story ef fólk getur nálgast þæ
“They say that dreams are only real as long as they last. Couldn't you say the same thing about life?”
The Grinch, Christmas Vacation og svo helst slatta af barnamyndum sem ég rekst á í sjónvarpinu e-n tíma yfir jólin, t.d. Muppet Christmas Carol o.fl. :D
ég hef varla tíma fyrir myndir á jólunum :/ alltaf öskrað á mig “farðu í sturtu!” “KOMDU OG HJÁLPAÐU!” “viltu ná í þetta?” og svona… annars ef ég fæ tíma þá er að christmas vacation og er ekki þarna “skröggur” (man ekki hvað hún hét á ensku, scrooge eða eithvað :S) alltaf á jólunum?
Bætt við 4. desember 2006 - 10:29 ég ætla líka að hafa monty python: meaning of life sem jólahefðarmynd!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..