Auðvitað ekki, en við erum ekki að tala um algjört rugl á orði eins og þú kemur með heldur einn staf sem hljómar mjög svipað og upprunalegi stafurinn. Ég skil ekki hvaða máli þetta skiptir? Ert þú svona rosalega fullkominn að það má ekki gera eina villu nema þú verðir alveg þvílíkt pirraður?
Þeir sem stunda huga er fólk á öllum aldri, alltof mikið af krökkum á aldrinum 10-14 ára sem hafa tamið sér öðruvísi orðamyndanir í dag vegna tilkomu msn og netsins þar sem þú stytta orð óvenjulega mikið sem aðeins þau sjálf skilja. Hugsanlega er þessi notandi sem sendi inn könnunina einn af þeim, allavega lítur hann út fyrir að vera mjög ungur. Við skulum bara gefa honum séns án þess að þurfa að bögga hann vegna smávægilegrar villu.
Þetta er bara týpískt hvað “gáfaðir” hugarar þurfa alltaf að nöldra út af, eins og það sé ekki nóg af hugurum að nöldra út af nákvæmlega engu.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.