jogi - smarter than the average bear
Smárabíó - viðvaningar
Ég fór í Smárabíó á Jay and Silent Bob Strike Back í dag, en fyndnara en myndin sjálf (sem var frekar slöpp, bjóst við meiru af Kevin Smith) var viðvaningshátturinn á sýningunni. Í fyrsta lagi byrjaði myndin 5 mínútum of seint, það voru ekki auglýsingar eða neitt, bara autt tjald. Svo þegar myndin byrjaði loksins gleymdu þeir að slökkva ljósin í salnum, eftir um 20 mínútur varð tjaldið aftur autt og þurfti maður að bíða í um 2 mínútur eftir að myndin kæmi aftur, stuttu eftir að hún kom aftur á tjaldið föttuðu þeir loksins að slökkva ljósin í salnum. Síðan var allt í lagi þangað til að stutt var eftir af myndinni svona 20 mínútur, þá tóku þeir hlé, og ég hef aldrei upplifað jafnlangt hlé í bíói á ævi minni, ég var alvarlega að spá í að fara bara heim, myndin var ekki það góð hvort eð er.<br><br>jogi - smarter than the average bea