Leikstjórinn Robert Altman lést á sjúkrahúsi í nótt. Hann varð 81 árs.

Leikstjóraferillinn spannaði um 55 ár og hann var tilnefndur sex sinnum til Óskarsverðlauna en vann þau aldrei. Á síðustu Óskarsverðlaunahátíð fékk Altman heiðursverðlaun Akademíunnar fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmynda. Hann var gríðarlega virtur leikstjóri og leikarar slógust um að komast að í myndirnar hans.

Altman þótti líklegur til afreka á komandi verðlaunahátíðum en síðasta mynd sem hann leikstýrði, A Prairie Homae Companion, fékk glimrandi góða dóma hjá gagnrýnendum um allan heim.

Meðal mynda sem Altman hefur leikstýrt eru MASH, Nashville, Short Cuts og Gosford Park.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.