Ég man ekki alevg hvað hún heitir myndin með Kevin Bacon þar sem hann er sendur í fangelsi fyrir að stela 5 dölum eða eitthvað og þarf svo að dúsa í einangrun í 300 daga. Það er reyndar svoldið langt síðan en ég felldi nú tár því ég vorkenndi honum svo. Ég var ábyggilega svona 10-12 ára. Svo grenjaði ég reyndar úr hlátri yfir einum South Park þætti áðan. “Make love not warcraft” heitir hann.
Bætt við 22. október 2006 - 00:31 Murder in the First heitir hún víst.
Ég grenja yfir öllum myndum. Ég grenja meiraðsegja yfir auglýsingum. Ég grenjaði þegar ég sá Tarzan teiknimyndina, alla myndina. Það voru alltaf einhverjir að deyja. Líka þegar ég og bróðir minn vorum á LOTR 3 í bíó, ég grenjaði í svona tvo tíma, frá því þegar Pippin og Merry kveðjast og út alla myndina. Hágrenjaði sko. Rosalegt. Annars grenja ég yfir flestum myndum þar sem eru sorgleg atriði. Varð pínu klökk yfir Cinderella Story áðan.
Eins undarlega og það hljómar þá væli ég alltaf yfir Stepmom, svo er svona sígildar eins og Lion King og Titanic.. Ég vældi svo mikið yfir Lion King þegar ég var yngri að mamma tók hana og faldi hana í nokkur ár.. En það lagaðist samt ekkert þegar ég fékk hana aftur:P
Hehe ég veit!! Svo var ég að horfa á A Walk To Remember og eins og mér er illa við Mandy Moore þá er þetta samt sorgleg mynd! Iss maður er algjör vælari:P
Ég græt líka alltaf yfir myndum þar sem að dýr deyja eða slasast. Þess vegna vildi ég helst ekki leigja dýramyndir þegar ég var lítil og vil það varla enn og ég er að verða 18 ára! Ég bara þoli ekki að sjá dýr kveljast þó það sé ekki raunverulegt :P
Lion King, Titanic, Gladiator, öllum Lord of the Rings, Crouching Tiger Hidden Dragon, House of Flying Daggers…
Ég græt yfir mörgu, en er farin að tárast oftar af gleði eða af einhverju fallegu heldur en af sorg. Græt t.d. alltaf af krafti í endann á Spirited Away af algjörlega óþekktum ástæðum…
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Ég grenja nú aðallega yfir bókum, ligg alveg vælandi í rúminu yfir Harry Potter og svoleiðis.
En hef alveg tekið góð væl yfir tíðina!
Þó aldrei þegar ég hef horft á Lion King, ég er víst bara svo hörð ;)
Man í augnablikinu eftir einni sem ég tók góða vælu - Finding Neverland í fyrsta skiptið! Og til að vera svöld þá vældi ég líka yfir The Notebook fyrst þegar ég sá hana! Það var stuð! ;)
The Notebook Edward Scissorhands Lion King Oliver - kisuteiknimyndinni mörgum teiknimyndum :S If only í myndum ef einhver sem er deeply in love deyr -.- Í annað skipti sem ég sá The texas chainsaw massacre, þá var hún sko hræðileg. Sat ein heima og með allt slökkt, og síminn hringdi á bregðu atriði.. grét úr hræðslu þá O_O
Titanic líka.. en í þau skipti sem ég horfi á hana þá slekk ég á tækinu um leið og skipið byrjar að fyllast af vatni.. ég fæ mig ekki í það að horfa lengra :S
Nokkrum Disney myndum Tarzan og Lion King og ekki veit ég af hverju en atriðið þar sem William hittir pabba sinn í A knight's tale ég tárast alltaf við það, og svo örugglega einhverjar aðra
Requiem for a dream. Það eru ekki til þunglyndislegri myndir nema kannski Rosemarys baby. Grét ekki yfir RB(rosemary´s baby) en shit, hún var mannskemmandi
er hún það þunglyndisleg? Mig hefur svolítið langað að sjá hana en hafði ekki hugmynd um þunglyndisdæmið en langar samt að sjá hana, ég gat kannski nálgast hana hér í Amsterdam.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..