Ég fer svona einusinni á ári til Flórída (afi og amma eiga hús þar), og ég enda alltaf með að kaupa dvd fyrir fleiri tugi þúsunda.
Nokkrar búðir sem ég mæli með, aðallega Sam's Club/Costco… þær eru hinsvegar members only, sem þýðir að þú þarft einhvern sem er með kort þar.
Fyrir utan Sam's Club er Best Buy trúlega langbesti kosturinn. Oft góð tilboð þar, og mjööög gott úrval.
Annars er bara málið að fara í allar dvd/cd búðir sem eru þarna, t.d. í malls og þannig, og leita bara að góðum tilboðum. Búðir eins og Sam Goody, FYE, og slíkar eru oftast frekar dýrar, en oft góð tilboð inná milli.