Sælt veri fólkið,
Ég á Thomson DTH 4000 spilara og var að velta einu fyrir mér. Mig langar agalega að brenna diska með ákveðnu efni og horfa á það í DVD spilaranum mínum, en í bókinni sem kemur með spilaranum segir í kafla sem heitir About Discs - Discs you can not play, segir að ég megi ekki spila CD-R og CD-RW diska! Veit einhver afhverju það er? Er það málið að þeir vilji bara ekki að maður sé að spila svona diska, eða getur það skemmt spilarann? Hvað er málið?
Kveðja,
deTrix