Gesta-gagnrýnandinn á “Ebert & Roeper” var ólétt þegar hún sá myndina. Framleiðendur myndarinnar vöruðu hana við að sjá hana, þar sem þetta þætti frekar ógeðsleg mynd og gæti verið “heilsuspillandi” fyrir bæði hana og barnið. Í þættinum sagði hún:
“The good news is - I was totally fine watching this movie, and the bad news is - I was totally fine watching this movie.”
Bæði hún og Roeper voru sammála um að þessi mynd væri ekkert ógnvekjandi og frekar fyndin.
Sjálfur hef ég ekki séð myndina, og hef engan áhuga á að sjá hana. Mér hefur alltaf líkað illa við þessa seríu - sérstaklega endurgerðina (sem var gefin út í 2003 eða 2004, man ekki alveg) þar sem þetta eru afar illa gerðar myndir í alla staði. Það sama er hægt að segja um flest allar slasher-myndir sem komið hafa út á síðastliðnum árum frá Hollywood. Hostel, Texas Chainsaw Massacre syrpan, Saw myndirnar og nýja Omen endurgerðin (ekki var upprunalega myndin eitthvað betri…) reyna einsog þær geta að þjóna áhorfandum viðbjóð í stað hryllings en þeim tekst það aldrei. Kanski er það bara ég, en ég sé bara ekki skemmtunina í að sjá einhvern geðsjúkling elta einhverja öskrandi stórstjörnu. Ef ég vil láta hræða mig þá horfi ég frekar á myndir eins og “Psycho” og upprunalegu “Halloween”-myndina þar sem leikstjórinn sýnir aldrei hnífinn snerta húðina og leyfir frekar ímyndunarafli áhorfandans að ráða viðbjóðnum.
Anyways…já - 18 ára aldurstakmarkið?
Mér finnst það fáránlegt. Þetta er samt ekkert nýtt, 18 ára aldurstakmörk eru notuð í löndum eins og í Ástralíu og Bandaríkjunum (þar sem þú mátt fara í stríð og drepa fólk þegar þú ert 16, en spila Grand Theft Auto þegar þú ert 18).
Ég er alveg fullkomlega sammála þér varðandi þessar endurgerðir, og líka bara nýjar hryllingsmyndir sem hafa verið að koma í bíó í dag, ef kalla má hryllingsmyndir. Þetta er eiginlega allt það sama, einsog þú sagðir, einhver geðsjúklingur að elta einhverja stórstjörnuna og endar í einhverju bulli. Reyndar verð ég að segja að mér fannst Omen endurgerðin heppnast ágætlega, alveg fylgt gömlu myndinni rosalega vel, þannig að þetta er bara Omen færð inní samtímann.
Það er bara svo miklu meira skemmtilegra að horfa á gömlu tryllana, þar sem andrúmsloftið skiptir meira máli heldur en það sem maður sér.
0