Nei, það er alls ekki það sama.
Þetta er eins og að segja að bíll sé bíll þó að hann hafi verið smíðaður úr gömlu fúnu afgangstimbri með reiðhjóladekk og gúmmíbátsmótor. Þú getur ekki kallað þig alvöru tónlistar eða kvikmyndaunnanda ef safnið þitt samastendur einungis af heimaskrifuðum diskum merktum með tússpenna.
Berum bara saman mynd sem er halað niður af netinu og DVD mynd. Þegar þú downloadar myndum ert þú í hættu að fá: (grút)léleg, ekkert aukaefni, engan texta, ekkert hulstur eða neitt sem gefur til kynna að þú virkilega eigir þessa mynd. Ef þú aftur á móti kaupir DVD mynd þá færðu oftar en ekki: góð hljóð og mynd gæði, annan eða fleiri disk af aukaefni, stillanlega texta og tal, hulstur með upplýsingum um myndina og stundum bækling.
Segðu mér nú hvort það er ekki betra að eyða 1000-2000 kalli meira og fá allt þetta og jafnvel meira og virkilega eiga myndina heldur að bara downloada henni. Ég er ekki að segja að ég sé á móti niðurhali almennt, þvert á móti enda hef ég oft downlaodað myndum til að sjá hvort það sé eitthvað varið í þær. Ég er bara að reyna að segja að fyrir flesta alvöru kvikmynda og tónlistar unnendur er niðurhal algjört skammtímaúrræði.