Ég hef ákveðið að setja smá lista yfir hljóðkerfin sem eru til í
dag vegna þess að ég sé það oft að fólk vill rugla þessu öllu
saman!

-Dolby Surround Pro Logic:
DSPL er hægt að hlusta á frá öllum tækjum sem gefa frá sér hljóðið í stereo t.d. CD, VCR, LaserDisc og meira að segja útvarpi. Það er 4 rásir(L,C,R,Surround). Miðjan og Surround rásirnar eru búnar til af magnaranum eða Prossecor. DSPL er með surroundið í mono.

-Dolby Surround:
Sama og DSPL nema að það er engin miðja(3 rásir)

-Dolby Surround Pro Logic II sama og DSPL nema að surroundið er í stereo(LS,RS). 5 rásir

-Dolby Digital:
Er kerfi sem aðeins er hægt að fá frá DVD diskum og svipuðu í dag. Það er með 6 alveg aðskildar rásir sem eru stafrænar(digital) sem kemur í veg fyrir allt suð og kristaltær hljómgæði. DD samanstendur af L,C,R,LS,RS og Subwoofer(5.1) einnig þekkt sem AC-3. Allar rásirnar eru fullrange(5.*) en subwooferinn sér eingöngu um lágtíðni(*.1) hljóðið er allt að 24bit/96Khz í 5.1 og 24bit/192Khz í 2ch(PCM)

-Dolby Digital Surround EX:
DDSEX er 7 rásir. DDSEX er nýtt kerfi sem var fundið upp af Dolby Labs og THX Labs. Það er með alveg aðskildar rásir sem eru L,C,R,LS,RS og Subwoofer og síðan er það seinasta rásinn sem er búin til(Matrixed) af mangnaranum eða prossecor. Seinasta rásin(kölluð Center Surround) er fyrir aftan hlustandann og fullkomnar umhverfishljóminn(360*) Er samt ekki kallað 6.1 heldur 5.1 Matrix.

-dts:
Sama og DD nema það er Digital Theater Systems sem fann upp dts. Sumir segja að dts sé betra en það er í rauninni vitleysa því að í öllum tækniblöðum og DVD Demystified er sagt að þau séu alveg eins. DD er reyndar meira þjappað en dts og dts upptökur eru oft 4db hærri en DD en þegar upp er staðið eru þau svo svipuð að það er ómælanlegt. Síðan er það að dts er fyrir USA(region1) en DD fyrir Europe(region2) og það er oft að upptökurnar fyrir dts eru betri en DD en þegar þetta er prufað á sama stað með sama file fá eru kerfin alveg eins.

-dts ES:
Sama og DDSEX nema Digital Theater Systems eru með dts ES en Dolby Labs eru með Dolby Digital Surround EX.

-dts ES descrete:
Það er eina 6.1 kerfið sem til er í dag. Það er 7 rásir alveg aðskildar, samanstendur af: L,C,R,LS,RS,Sub og CS(Center surround). Það eina sem ég get sagt eum þetta kerfi er að það er lang flottast. Það er alger upplifun að heyra í því! Eina myndin sem ég veit um sem er með dts ES d. er Gladiator SE region1.

-THX:
Þið kannist örugglega öll við það að setjast í einni sætaröðinni í bíói og sjá síðan einn THX trailerinn koma rétt fyrir myndina og hrista vel upp í ykkur! Það er 6 rásir 5.1 þegar þú horfir á DVD en 5 rásir þegar þú hlustar á eitthvað annað(CD,LD). THX er svipað DD nema að það eru miklu betri hljómgæði. Það er líka dýrt að geta verið með kerfi sem fyllir uppí THX staðalinn því að Magnarinn, myndin og hátalararnir þurfa að filla uppí þennan staðal. Það þarf að geta farið undir 20Hz og yfir 20Khz og yfir 100db og bjögunnin verður að vera minni en 0.003%.

-THX Surround EX:
Sama og DDSEX nema að það fyllir uppí THX staðalinn en það gerir DDSEX ekki.

-Logic7:
Sama og DDSEX nema að Logic Labs er með Logic7 en Dolby Labs með DDSEX.

Ég vona að þið hafið fræðst eitthvað af þessu. Ef þið hafið eitthvað að segja um þetta þá endilega svarið.
Kveðja,