Fyrsta íslenska kung-fu myndin er að koma í bíó og verður sýnd á Icelandic Film Festival. Þetta er grínmynd um ungan mann, sem hefur sú örlög að hefna föður síns og klára að þróa ballet stíl af karate sem faðir hans byrjaði á.
Jón Grétar Gissurarson er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en í henni leika fjölmargir færir aðilar úr karate, tae-kwon-do og fleiri bardaglistum, auk ballett og wrestling fólks.
Frumsýningin er miðvikudaginn 6.september kl.20:20 í Háskólabíó að viðstöddum leikstjóra og helstu leikendum og aðstandendum myndarinnar.
Myndin verður einnig sýnd 9.sept kl.20:00, 10.sept kl.15:00 og 11.sept kl.22:10
Allir að kíkja á myndina og síðan kommenta hérna í greininni um hvað ykkur fannst :)