Ég var að lesa lýsinguna á Sin City aftan á íslenska hulstrinu. Og ég er ennþá í sjokki eftir það sem ég sá.
Þar stendur m.a.
"Í þeirri næstu [sögu] kemur við sögu spillti lögreglumaðurinn Hartigan sem hefur það eina markmið í lífinu að bjarga Nancy saklausri súludansmey, frá morðóðum nauðgara.“
Það er náttúrulega algjör vitleysa að Hartigan hafi verið spillt lögga, var ekki einmitt málið að hann var einn af fáum heiðarlegum löggum í borginni?
Næst stendur:
”Í þriðju sögunni kynnumst við rannsóknarlögreglu sem er annars vegar í vandræðum vegna morðs á lögreglumanninum Jackie Boy, og hins vegar hóps af stórhættulegum kvenvörgum sem ofækja hann.“
Hvaða endemis vitleysa er þetta. Í fyrsta lagi er hann ekki rannsóknarlögregla og í öðru lagi eru ”kvenvargarnir" ekki að ofsækja hann.
Svona vinnubrögð eru náttúrulega fyrir neðan allar hellur og ég held að Sena þurfi aðeins að fara að taka sig saman í grímunni og hafa svona hluti rétta.