And now they're telling me I'm crazy over here because I don't sit there like a goddamn vegetable. Don't make a bit of sense to me. If that's what's being crazy is, then I'm senseless, out of it, gone-down-the-road, wacko. But no more, no less, that's it.
Hluti ástæðunnar kemur fram í álitunum tveimur að ofanverðu en ástæðan er kannski dýpri en svo.
Myndin sem heild er náttúrulega ádeila á geðveikrahæli og hvernig farið er með sjúklingana þar. Í staðinn fyrir að leyfa sjúklingunum að lifa sínu lífi eins og þeir eiga að sér er lífi þeirra settar hömlur og þeim gefin lyf til að halda þeim rólegum. Í rauninni er þetta prísund fyrir líkama og sál; ákvarðanir eru teknar fyrir þá og líf þeirra skipulagt af utanaðkomandi aðiljum. Í rauninni hafa sjúklingarnir ekkert frelsi. Þeim er ætlað að sitja á stofnuninni “eins og grænmeti” eins og Randall segir í myndinni (tilvitnunin að ofan).
Það sem Randall reynir að gera í myndinni er að vekja upp líf með sjúklingunum. Hann vill að þeir verði meira en “grænmeti” og verði færir um að hafa sjálstæðar hugsanir og sjálfstæðan vilja. Aðferðir hans eru yfirvöldum að sjálfsögðu þyrnir í augum enda missa þeir með þessu fulla stjórn á sjúklingunum, sem er það sem kerfið snýst um. Randall vill frelsi, yfirvöldin vilja stjórn.
Randall vill nefnilega alls ekki verða eins og sjúklingarnir voru áður en hann kom á stofnunina. Hann vill vera frjáls, frjáls um eigin hugsanir og eigin ákvarðanatöku. Með aðgerðinni sem framkvæmd er á honum missir hann það. Í rauninni missir hann um leið lífið því dagsljóst er að Randall skilgreinir lífið út frá því að geta gert það sem maður vill. Það segir myndin okkur um karakterinn. Í rauninni (út frá eigin skilningi) deyr hann um leið og aðgerðin er framkvæmd. Undir engum kringumstæðum vill hann lúta stjórn og vilja yfirvaldanna.
Svo ber ekki að neita táknræna hlutverki dauðans. Randall segir við indíánahöfðingjann að hann vilji komast út. Trúin segir að sálin sé kjarninn í manninum; sá sem hann er; og ef sálin fer úr líkamanum þegar maðurinn deyr má auðvitað túlka þetta svo að Randall sleppi af heimilinu um leið og hann drepi hann.
Að sjálfsögðu þarf svo að flytja líkið út af spítalanum og þannig má líka segja að hann sleppi út. En þetta er óspennandi og leiðinleg skýring og langt frá því í anda myndarinnar.
Er þetta ekki orðið nokkuð gott?