Ég fór í dag og keypti mér fyrsta “íslenska” DVD diskinn. 12. ágúst '99, tónleikar með Sálinni. Ekki það að ég fíli Sálina, heldur var ætlunin meira svona að eignast fyrsta íslenska DVD diskinn. Þó eru þetta flottir tónleikar. Ekki skemmir að vinkona mín hún Íris er þarna líka :)
En ég setti diskinn í og byrjaði að horfa, og varð fyrir léttum vonbrigðum. Myndgæði eru léleg miðað við DVD mynd, svona svipað og góð VHS gæði, ekki betra. Hljómgæðin eru sæmileg. Bassinn er allt of mikið tjúnaður fyrir minn smekk og þurfti ég að minnka bassann á magnaranum svo að það væri hægt að hlusta á þetta. Þó er það versta við hljóðið að það er “out of sync”, þ.e. hljóð og mynd eru ekki nógu vel samstillt, munar ótrúlega miklu og er virkilega böggandi. Þetta er rosalega stór galli á disknum og gerir hann nánast óspilanlegan að mínu mati.

Hefur einhver annnar frá svipuðu að segja?

BOSS
There are only 10 types of people in the world: