Ég var ekki að monta mig, ég var að spyrja spurningar. Og jú, það var vel hægt að sjá þetta fyrirfram. Í fyrsta lagi þá var kannski ekki rökrétt að halda að Verbal væri Soze útaf sögunni sem hann var að segja, en hann var líka að segja söguna! Sagan sem myndin segir er ekki sagan sem gerðist, heldur sagan sem hann er sjálfur að segja, og því er ekkert mál fyrir hann að ljúga einhverju. Hann var jú sjálfur Keyser Soze.
Og ekki segja að það hafi ekki verið vísbendingar til staðar. Verbal segir marga hluti sem eru mjög augljóslega tilvísanir í hans eigin snilligáfu því að hann var mjög augljóslega að leikja sér að lögreglumanninum. ég meina, hann segir mjög snemma í myndinni að Soze sé djöfullinn sjálfur, og svo nokkrum mínútum síðar segir hann orðrétt “Mesta bragð djöfulsins var að láta heiminn halda að hann væri ekki til.” Svo seinna meir segir hann einnig “Helduru virkilega að Keyser Soze myndi koma SVONA nálægt því að vera handtekinn?”. Þarna var hann bara að leika sér að lögreglumanninum því hann einn vissi sannleikann. Þannig að ekki segja að vísbendingarnar hafi ekki verið til staðar því þær voru þar, þrátt fyrir að þær hafi ekki verið mjög greinilegar.
Og ég vil endurtaka það, ég var alls ekki að monta mig, ég var einfaldlega að leggja fram spurningu.
In such a world as this does one dare to think for himself?