-=[SPOILER]=-

Oki, er ég sá eini sem að þótti endirinn virkilega fyrirsjánlegur. Alltaf þegar ég nefni þessa mynd við fólk þá segir það alltaf “Já, fannst þér endirinn ekki alger snilld”. Nei. Alls ekki. Í raun fannst mér hann virkilega fyrirsjánlegur. Ekki misskilja mig, þetta er alveg gífurlega góð mynd, Kevin Spacey fer á kostum sem “krypplingurinn”. Hún var vel skrifuð, vel tekin og í raun var allt mjög gott við hana. Það eyðilagði samt rosalega mikið fyrir mér hvað mér þótti endirinn fyrirsjánlegur. Er einhver annar á sömu skoðun. Endilega svarið, hvort sem þið eruð sammála eða ekki.
In such a world as this does one dare to think for himself?