*SPOILERAR gætu leynst í textanum þar sem e-ð úr myndinni sé gefið þó ekki merkilegt sé*


Í kvöld, tæknilega séð gærkvöld, ákvað ég loks að nú væri tíminn til þess að fara út á leigu og leigja þessa mynd enda mynd sem maður verður bara að sjá ef maður hefur gaman af bíómyndum.

Þessi mynd er listræn út í gegn. Mjög svo gáfuð mynd ef svo má segja. Það sem mér fannst best við hana er þrennt. Kvikmyndatakan, klippingin og svo tónlistin. Alveg hreint frábært að öllu leyti. Ekkert smá flott þegar klippt var af beininu yfir í geimstöðina/flaugina.

Eitt sem mér vantar útskýringar á - *hérna kemur spoiler* - hvað var þetta eiginlega þegar hann var búinn að slökkva á HAL og öll þessi ljós voru í gangi? Ég túlkaði þetta þannig að hann hafi elst um mörg ár á nokkrum mínútum en annars var ég hálfruglaður þegar ég horfði á það atriði.

Ég ætla að enda með að segja það sem korkurinn var ætlaður í upphafi. Farið út á leigu eða kaupið hana og horfið á hana, helst með surround. Það er algjört must. ;)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”