Ofmetin:
Platoon. Frekar kraftlaus og vemmileg mynd enda ekki hægt að búast við öðru af fyrstu raunsæu Vietnam-myndinni frá Hollywood. Tónlistin í myndinni er
algjört rusl og gerir myndina asnalega og ýtir undir undirliggjandi væmnina. Myndin er reyndar sæmilega leikin á köflum og er auðvitað ljósárum á undan flestum öðrum stríðsmyndum frá Hollywood.
Mín einkunn:
3, IMDB einkunn:
8,1Vanmetin:
Scared/sacred. Í þessari heimildarmynd ferðast kvikmyndagerðarmaðurinn Velcrow Ripper um átakasvæði heimsins í leit að fólki sem hefur tekist á við og sigrað óttann. Hann ferðast til Bhopal, Kambódíu, New York rétt eftir 9/11, Bosniu, Hiroshima, Israel og Palestínu. Til dæmis í Kambódíu hittir hann mann sem var rænt sem ungum dreng af Viet-Kong liðum (eftir að þeir drápu alla fjölskyldu hans og brenndu þorpið sem hann bjó í) og látinn planta jarðsprengjum útum allt. Í dag vinnur hann allan daginn, með prik eitt að vopni, við að aftengja jarðsprengjur og vegna færni sinnar og kunnáttu er fljótari en nokkur annar að því. Ripper kynnist lífsviðhorfum þessa drengs og annara sem hann tekur viðtöl við og eru þau afar áhugaverð og fá mann til að hugsa, mikið. Það merkilega er að það örlar ekki á væmni í myndinni, enda kannar hún raunveruleikann.
Mín einkunn:
10 (get ekki séð hvernig hún hefði átt að vera betri), IMDB einkunn:
7,3