Planet of the Apes (2001)
Mjög góð útfærsla Tim Burton á Apaplánetunni sem kom upprunalega út árið 1968. Ég er samt ekki að segja að hún sé betri en gamla myndin. En förðun og tæknibrellur eru mun betri í þeirri nýju. En endirinn í gömlu myndinni er örugglega sá magnaðasti í kvikmyndasögunni. En myndin er um geimfarann Leo sem brotlendir á plánetu þar sem hann kemst fljótt að því að apar ráða ríkjum. Allt mannfólkið er þrælar,þjónar og jafnvel gæludýr. En það er allt kúgað jafn mikið. Leo vill ekki láta apana komast upp með þetta og hóar mannfólkinu á plánetunni saman í stríð gegn öpunum.