Að þessi sinni vorum við í 13. sæti með 84.594 flettingar eða 1,39% heildar flettinga. Við höfum vanalega verið í 11. sæti og þykir mér það leiðinlegt að við skulum hafa fallið um tvö sæti.
Og mér finnst við geta gert betur og hvet ég alla til að koma með fleiri greinar og meiri umræður um kvikmyndir. Þetta þurfa ekki endilega að vera gagnrýnis-greinar heldir mega þetta líka vera almennar hugleiðingar eða annað sem tengist kvikmyndum.
Þessi orð beinast líka til mín, ég mætti alveg vera virkari og skrifa fleiri greinar, en ég hef bara verið dáldið upptekinn í vinnu, þó svo að ég telji mig alveg vera að standa mig sem stjórnandi.