hm, dýrasta mynd sem ég hef keypt er trúlega Ben-Hur, kostaði mig litlar 3500 krónur í bandaríkjunum (eflaust tvöfalt það á íslandi)… góð kaup…
dýrasta dvdið yfir höfuð er trúlega band of brothers, sem kostaði 12 þúsund á sínum tíma… einnig keypti ég 5 star trek season saman í nexus, kostaði mig 50 þúsund :D
Ábyggilega Universal Monster Legacy gift settið sem ég keypti í Elko í vetur. Það kostaði 6900 kr. en þetta voru samt frábær kaup því að í settinu eru alls 19 myndir á 15 diskum með frábæru aukaefni og einnig fylgdu með Drakúla, Frankenstein og Wolf Man bust. Linkur á Amazon: http://www.amazon.co.uk/gp/product/B0002W11TU/202-2250325-1679007?v=glance&n=283926
Annað mjög dýrt sett sem ég keypti var Star Wars trílógían en hún kostaði eitthvað yfir 6000 kr. þegar hún kom fyrst út.
Dýrustu stöku myndina keypti ég líklega á um 3000 kr. Svo hef ég keypt hinar og þessar Friends-seríur sem eru misjafnlega dýrar, líklega um 5000-6000. Ég er ekki mikið að kaupa mér DVD myndir. Fæ þær frekar í jólagjöf eða þannig :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..